28.8.2023 | 03:20
Lítið breyst í 100 ár.
Ef hann hefði vitað það að 100 árum seinna væri ástandið
svo gott það sama ef ekki verra.
Þvílík snilldarlýsing á þingmönnum og sorglega sönn..
Það ríkir sýktur andi í þingsölunum, svo þó að inn komi þangað við og við einn og einn maður í senn (sem mann ber að kalla), þá nýtur hann þar ekki nema ógeggjaðrar heilsu nema stutta stund. Svo er hann orðinn samdauna þessum kindum, sem þar eru fyrir, og fæstar hugsa um annað en fylla eigin kvið.
Svo toppar hann lýsinguna sem á við Íslandsbankasöluna..
En byrja svo jafn-harðan aftur undir nafni sonar síns, konu eða annara návina, og eru heiðraðir eins og ekkert hefði í skorist; og er alkunnugt að múgurinn gerir sig að hundum fyrir slíkum mönnum, ef þeir hafa einhver aura-ráð. Af þessu vita þeir, og ganga því á það lagið, jafnvel þeir, sem laga-refsing hafa hlotið fyrir óknytti sína, og sætt svo nefndum æru-missi, eru góðir og gildir sem fyr, ef þeir gátu stungið undan nægu til að berast á á eftir.
Það er ekki hægt að lýsa þessu betur og sorglegt að ekkert hafi færst til
batnaðar á þessum 100 árum frá því hann skrifaði þennan pistil.
![]() |
Sýktur andi í þingsölunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurður Kristján Hjaltested
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 64195
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar