Að þekkja þingið..?

Mikið er það gott hjá Össuri að þekkja þingið. En þekkir hann sína eigin þjóð.??

Ég veit ekki betur en eftir flestar þær skoðana kannanir sem gerðar hafa verið, að meirihluti þjóðarinnar (almenningur) vilji ekkert með þetta bandalag að gera. Er hann búin að sjá fram hjá því.?  Er þetta orðið þannig í dag að þetta fólk sem kosið er á þing, að það sé ekki að vinna í þágu þjóðar eða þjóðarhags..?? Hvernig má það vera að ummæli ráðherra og stjórnar skulu vega meira en lög og reglur þegar kemur að því að taka mál til dóms..? Getur það verið að okkar réttarkerfi sé bara fyrir suma og aðra ekki.?? Mér finnst að allt þetta fólk sem hefur notið þess að sitja á okkar háa þingi (í dag lága) ætti að gera sig grein fyrir því að reiðin hjá okku almúganum er orðin slík að egg munu breytast í múrsteina og ekki bara niður á Alþingi heldur heima hjá þessu fóki sjálft svo það skliji  að við erum búin að fá nóg. Á ekkert að gefa okkur eftir..?? Er réttlætið bara þeirra sem áttu fjármagnið og gátu níðst á okkur almúganum. Hingað og ekki lengra Össur. Við þjóðin erum ekki þingið, eða flokkspólítískir (spilltir) flokksmenn sem látum bara eigin hag ráða okkar gjörðum(eða gæðinga). Við viljum annað og betra og á okkar hvarmi mun ekki bregða  tár þegar flokksspillingin (sama hvaða flokkur) mun lúta í lægra haldi, þegar virkilega kemur að þjóðaruppgjöri. Það er greinilegt að á ummæum ráðherra, þá talar hann eins og maður sem búin er að vera of lengi í umhverfi sem að almenningur er búin að fá nóg af. Vaknaðu og farðu að vinna fyrir þjóðina, en ekki fyrir einhverja flokkspólítískar ákvarðanir (sama hvaða flokkur) og reyndu að skynja það sem þjóðin þin vill og er að reyna að segja..Fyrir mörgum árum sagði við mig gömul kona, og ég hef oft vitnað í hennar setningu,:

"Lánleysi Íslendinga, fellst í værð þeirri, sem færist yfir það fólk sem við kjósum á þing"

Er hægt að orða það betra. 


mbl.is Aukinn stuðningur við aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þingið er þjóðin.

Þjóðin kaus sína fulltrúa á þing og þar sitja þeir.

Ef landið mundi stjórnast eftir skoðanakönnunum þá mundi landið vera stjórnlaust.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.7.2010 kl. 22:18

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Ef þjóðin veitir ekki þingræðinu aðhald er stór hætta á að útópískir draumórar valdi hruni þjóðfélagsins....

...úpps ég gleymdi! þjóðfélagið hrundi vegna þess að þingræðið kom á eftirlausum nýfrjálshyggju kapítalisma.

Eina von okkar að hér komist á fót lýðræði!

Eggert Sigurbergsson, 23.7.2010 kl. 22:59

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Þruman,sleggjan og hvellurinn.

Gott hjá þér að trúa því að þjóðin hafi kosið þetta fólk á þing. En gleymdu bara ekki einu, að  það voru miðstjórnir flokkana sem ákváðu hverjir skyldu vera í þeirra framboði og í hvaða sætum. Þrátt fyrirr lista og prófkjör gat miðstjórnin alltaf breytt sætaskipan og  hverjir  ættu ekki að vera þar.....Lýðræði.? Ég held ekki. Sumir hafa farið alla leið til Skotlands að læra á reiðhjól.. , en sitja enn sem fastast, út af stórgölluðu lýðræði.

Má lengi telja.

Eggert.. Ákkurat það sem ég er að benda á.  Handónýtt fólk.

Sigurður Kristján Hjaltested, 24.7.2010 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Kristján Hjaltested

Höfundur

Sigurður Kristján Hjaltested
Sigurður Kristján Hjaltested

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 675
  • Frá upphafi: 52183

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 456
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband