Að standa saman.

Ekki minnist ég þess að FÍA hafi látið í ljós neinar skoðanir á því þegar lög voru sett á verkfall flugvirkja forðum. Greinilegt er að ekki er sjálfgefið hverjir eiga í hlut. Á þeim tíma voru hér 11 flugfélög sem flugu til og frá landinu, en samt var látið af því liggja að flugvirkjar væru að vinna svo gott sem hryðjuverkabrot á því að reyna að standa á rétti sínum. Samt var Icelandair "Einkahlutafélag". Því miður er það þannig innan flugstéttarinnar, að þegar kemur að flugmönnum, þá er allt  tínt sem til er  og óréttlátt gagnvart þeim og þeir einir telja á sig brotið. Aðrir í fluggeiranum  eru bara ekki með...??? Ekki fá þeir samúð frá þeim stéttum sem þeir telja fyrir neðan sína virðingu í flugheiminum. Hins vegar ber að þvi að gæta að allur fréttaflutningur gengur út á það að miða laun flugmanna og flugvirkja við hæstu laun embættismanna, sem að í þessu tilfelli þurfa ekki að hafa neina menntun, reynslu eða ábyrgð til að sinna því embætti sem þeir eru í . Ég væri til í  að vera með forsætisráðherralaun og þurfa ekki að taka neina ábyrgð á því sem ég geri. Tala nú ekki um ríkistryggð eftirlaun uppá mörghundruð þúsund krónur. Menntunarkröfur flugvirkja og flugmanna og ábyrgð eru slíkar að verði mönnum á mistök þá er refsingin slík, að þeirra getur beðið allt að margra ára fangelsi. Ekki sé ég ómenntaða stjórnmálamenn þurfa að axla slíka ábyrgð með öll sín fríðindi á kostnað almenings. Hvernig væri nú  að  umræðan um deilur flugstétta hjá Icelandair, snérist um það, af hverju þetta flotta félag "Icelandair" getur ekki samið við sitt starfsfólk án þess að hanga í pilsfaldinum á feðaþjónustunni og ríksstjórn með beiðni um neikvæðan fréttaflutnig og lagasetningu, eins og það sé bara sjálfgefið að þvi að "einkahlutafélagið Icelandair" á í hlut. Er ég kannski bara einn með þessa skoðun...????

Stöndum saman allir í fluggeiranum.

Kveðja Sigurður


mbl.is „Einstaklega frekjulegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Hlægilegur þessi kjaftavaðall um ábyrgð flugmanna. Hve margir íslenskir flugmenn hafa fengið á sig refsidóma fyrir að vera taldir valdir að skaða annarra? Hvað með rútubílstjóra? Þeir eru nokkrir sem hafa fengið á sig dóma fyrir manndráp af gáleysi þótt vindhviður eða aðrar utanaðkomandi ástæður hafi verið sökudólgur að slysum. Ég fyrirbýð mönnum að væla stöðugt um ábyrgð flugmanna. Það er fullt af fólki í ýmsum starfsgreinum sem ber ábyrgð og er kallað til ábyrgðar þegar um óhöpp eða slys er að ræða, t.d. rútubílstjórar, leigubílstjórar, bílstjórar neyðarbíla og margir fleiri. Flugmenn bera einfaldlega ekkert meiri ábyrgð en aðrir sem hafa með fólk að gera í vinnunni sinni. Þessi ofurlaun starfsfólks í fluggeiranum eru hrein tímaskekkja og tími til kominn að láta hart mæta hörðu. Reka þetta lið og ráða bara á ný í störfin þeirra.

corvus corax, 24.6.2011 kl. 20:21

2 identicon

Friðjón Axfjörð Árnason (sem kallar sig því hlægilega ,,nafni" corvus corax) er stjórnleysingi samkvæmt eigin kynningu. Mér sýnist Friðjón vera bitur útí lífið og tilveruna. sennilega dropout úr námi með andúð á öllu og öllum. Kannski er Friðjón á framfærslu ríkisins, og því á framfæri skattgreiðenda.

Skúli Einarsson (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 20:56

3 Smámynd: Guðmundur Már Engilbertsson

Skúli, hefur þú eithvað fram að færa annað en að nýða fólk.

Ég minni þig á að það eru þúsundir manna og kvenna sem eru á ''framfærslu ríkisins'', atvinnulaus og hafa vart í sig og á.

Það virðist sem sannindin frá Covus Corax komi eithvað illa við þig eða kannski ertu bara svona blautur bak við eyrun, hangandi í einhverjum pilsfaldi og skilur ekki neitt í neinu. Skammastu þín!

Það er engin þörf fyrir kauphækkanir hjá hálauna fólki. Flugmenn og annað hálauna fólk ætti að vera þakklátt fyrir að hafa ennþá atvinnu og ættu að sýna hófsemi, nærgætni og tillitsemi. Óhóflegar launakröfur hálaunafólks í dag eru algjör tímaskekkja.   

Guðmundur Már Engilbertsson, 24.6.2011 kl. 23:02

4 identicon

Ég stend með þér Siggi :)

Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 23:06

5 identicon

Sæll Sigurður

Þú kvartar yfir því að FÍA hafi ekki gefið út yfirlýsingar um lög á flugvirkja. Ekki hef ég séð Flugvirkjafélagið skipta sér af þessu. Ég held að það sé klárt að þessi félög standa með hvort öðru þegar á þarf að halda þrátt fyrir að vera ekki með það á lofti í fjölmiðlum. Ég er sammála rökum þínum að öðru leyti...

Varðandi launakröfur flugmanna þá er fáránlegt að vera að fara með slíka umræðu í fjölmiðla en ég sé að margir eru að velta þessu fyrir sér og finnst launin há þrátt fyrir að samkvæmt könnunum eru meðallaun flugmanna rétt ofan við meðallaun í landinu, þrátt fyrir að flugmenn þurfi að mennta sig fyrir á annan tug milljóna í dag án aðstoðar LÍN og þurfi svo að vera atvinnulausir bróðurpartinn af árinu fyrstu 10 árin í starfi eins og staðan er í dag.

Ég get fullvissað landsmenn um það að þær launakröfur sem eru á borðinu eru eðlilegar, þrátt fyrir að fréttamenn Stöðvar 2 virðist hafa aðra skoðun á því (sem þeir þó hafa engar upplýsingar um). Aðalmálið er starfsöryggi, þ.e.a.s. að minnka sveifluna á milli sumar og veturs til að sem stærstur hluti hópsins haldi heilsársvinnu, það hljóta allir að skilja.

Vonum að þessi deila leysist sem fyrst þar sem aðilar sem nú sitja til skamms tíma við sitthvorn enda borðsins, eru jú þegar öllu er á botninn hvolft, í sama liði.

Kv.

Kjartan Jónsson

Kjartan Jónsson (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 23:41

6 identicon

Corvus Corax, þú talar um að flugmenn eigi að fá lægri laun og eru með sömu ábyrggð og rútubílstjórar og leigubílstjórar. Seinast þegar ég gáði kostar ekki hátt í 10 milljónir og mörg ár af þreki að verða leigubílstjóri né rútubílstjóri og seinast þegar ég gáði tekur leigubíll né rúta hundruði farþega. Þú talar einfaldlega af fáfræði varðandi þessi mál. Ert einn af þessum mönnum sem fyrirlítur alla sem eru með hærri laun en þú sjálfur þessir menn eru með töluvert meiri ábyrggð á sér en rútubílstjóri nám þeirra er töluvert dýrara og lengra og þetta er mjög erfið vinna.

andri (IP-tala skráð) 25.6.2011 kl. 12:01

7 identicon

Fréttaflutningur Stöðvar 2 af þessu fannst mér vera alveg fáránleg, svolítið svona "æsifréttamennska að hætti DV" lykt af þessu. Icelandair hefur í áraraðir alltaf komist upp með að reka fólk einsog þeim sýnist á veturna og fólk er bara komið með nóg af því. Það er það sem þetta snýst um núna en ekki launin sjálf. Það getur enginn maður lifað svoleiðis, hvað þá einsog ástandið er núna í þjóðfélaginu.

 Hvað stjórnmálamenn varðar, virðist það vera að það skipti engu hvað þeir séu titlaðir eða fá í laun. Þeir bera aldrei neina ábyrgð á neinu sem þeir gera. Það er soldið öðruvísi með flugmenn sem einsog hér kom fram að ofan kostar tugi milljóna að mennta sig án nokkurrar aðkomu frá LÍN, og bera svo jú mikla ábyrgð, og ef eh alvarlegt gerist og við þá að sakast gæti legið við löng fangelsisvist. Einmitt af því að þeir eru ábyrgir fyrir því sem þeir starfa við. Að halda einhverju öðru fram lýsir bara fávisku

Dabbi (IP-tala skráð) 25.6.2011 kl. 12:28

8 identicon

Við þetta má svo kannski bæta svo öll sagan sé nú sögð, í ljósi þess að talað er um að þurfi að aflýsa flugum um helgina; að fyrir þá sem ekki vita eru áhafnir yfirleitt alltaf með sett upp í vinnuskrá einhverja daga í mánuði svokallað "Standby" sem þýðir að það er vinnudagur og ef veikindi koma upp yrði viðkomandi kallaður út í flug og þarf að vera tilbúinn innan þess tíma að vera kominn uppá flugvöll innan klukkutíma. En í dag er undirmannað af áhöfnum að því er virðist að ásettu ráði, og treyst á að geta keypt af fólki yfirvinnu. Svo ef þarf að aflýsa flugum að þá er þetta ástæðan.

Dabbi (IP-tala skráð) 25.6.2011 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Kristján Hjaltested

Höfundur

Sigurður Kristján Hjaltested
Sigurður Kristján Hjaltested

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 675
  • Frá upphafi: 52183

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 456
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband