8.2.2012 | 19:13
Eyjaverð..????
Hvað það er nú gott fyrir stjórnvöld að geta hent framan í okkur íslendinga svona frétt (ekki pöntuð, eða hvað..?) með hvað elsdneytisverð er dýrara þar en hér. Aldrei, og þá segi ég ADLREI, er talað um hvað verkamaðurinn annars staðar en á Íslandi fær marga lítra af bensíni fyrir hvern unnin tíma að frádregnum sköttum. Nei, það má ekki. Því komið er fram við almenning á íslandi þannig að hann hafi ekki getu eða vit á því að bera saman hvað hlutirnir kosta í raun. Nú vill svo til að ég er hér staddur á Tenerife, og hér kostar eldsneytislíterinn 1,06 evru, eða rétt um 173 krónur íslenskar og það þrátt fyrir að á Spáni sé um 20% atvinnuleysi. Stjórnvöld þar hafa það í huga að sérstaða Kanaríeyja er slík, að ef ætti að vera búandi þar, þá verður að vera lágmarksgrundvöllur fyrir búsetu þar svo að fólk geti komist á milli á sómasamlegan hátt. Og nota bene, ekki eru eyjarnar það stórar, en nóg til þess að hugsunin frá meginlandinu reynir þó að hvetja fólk til að búa þar. Hvað er þá að ske á Íslandi..??? Vegskaturinn og fleiri gjöld sem hafa verið misnotuð í áratugi í allt annað en þeim ber, eru slík, að almenningur getur varla ferðast á milli staða án þess að það kosti tug þúsundir króna. Ef skatturinn sem lagður er á ökutæki okkar íslendinga væri notaður í það sem honum ber, væri engin umræða eða rifrildi um göng (td. Vaðlaheiðargöng) hvar sem væri á landinu, því nægur væri peningurinn til að malbika hringveginn tvöfaldan og gott betur. Þetta fé hafa pólítíkusar á Íslandi komist upp með að nota í allt annað en kveður á um í lögum og látið sem að skattheimtur heima séu "eðlilegar og litlar" vegna þess að þessi skattstofn er notaður í allt annað en honum ber. Þetta vita þeir sem vita vilja.
Bensínið aldrei dýrara í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Kristján Hjaltested
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 674
- Frá upphafi: 52187
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 456
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hárr rétt hjá þér. Ef ég væri að vinna í Danmörk eða Noregi þá væri ég með hærri laun en á Íslandi svo þessi lítra verð sem þeir tala um er helmingi lægri heldur en á Íslandi ef þú átt heima erlendis. Sem ferðamaður með Íslenska krónu þarftu að borga helmingi meira fyrir lítran. Íslendingar meiga bara ekki láta fjölmiðla plata sig. Líterinn er núna svo til helmingi dírari á Íslandi heldur en erlendis. !!!
Jón V Viðarsson, 8.2.2012 kl. 20:00
Á árunum 2002-2005 var verðið á milli 8 og 9 dkk. 2006-2008 var verðið á 95 oktana bensíni að sveiflast utan um 10 dkk. Seinnipart 2008 nær það hámarki í c.a. 12 dkk (c.a. þegar allt fór á hvolf). Síðan botnféll verðið niður í 8 dkk á fyrstu mánuðum ársins 2009 en náði fljótlega aftur 10 dkk og var komið upp í 11 dkk árið 2010.
Danir eru því ekki að upplifa sömu hækkun og Íslendingar. Það vantar alveg þessar staðreyndir í fréttaflutning af bensínverði annarsstaðar í heiminum. Maður spyr sig hvort verið sé að flytja fréttir eða standa í áróðri að norður-kóreskri fyrirmynd.
http://www.business.dk/oekonomi/benzinpriser-stiger-hastigt
Kristinn (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 20:44
Þetta er það sem ég hef alltaf verið að segja. Þessi blekkingarþörf hjá fjölmiðlum og Ríkisstjórn um hvað allt sé miklu dýrara erlendis end á Íslandi.
Ég bý sjálfur í Danmörku og hef gert síðan fyrir kreppu. Þegar ég flutti frá Íslandi kostaði bensínlítrinn 120 kr. Í Danmörku kostaði hann á sama tíma 10.00 (umreiknað í Íslenskar þá, 110 kr). Síðan hefur bensínið rokkað hérna frá 10 og upp í 12 mest á meðan verðið á Íslandi hefur farið frá þessum 120 kr. og uppí 250 kr. Meira en 100% hækkun.
Ég reiknaði líka að gamni að með byrjunarlaun mín hjá RÚV gæti ég keypt 775 lítra af bensíni á Íslandi og 2275 lítra fyrir grunnlaun sömu vinnu í Danmörku.
Svo vil ég taka fram að þegar talað er um 12.99 kr. fyrir lítrann, þá er það svokallað listaverð. Síðan hefur hver bensínstöð rétt til að selja á því verði sem þeir vilja og hérna ER samkeppni þannig að ENGIN bensínstöð selur á listaverði og mjög mikill munur frá bensínstöð til bensínstöð (gaman að sjá það gerast heima). Ég var að kaupa bensín í kvöld og borgaði 11.43 kr. fyrir lítrann. Það er 1.56 kr. undir verðinu hjá mbl.is. Og annað sem er gott hérna, bensínverð breytist að minnsta kosti tvisvar á sólarhring. Yfirleitt um 10 á morgnana og aftur um kl. 18. Það er ódýrara að kaupa á kvöldin/næturnar.
Snowman, 9.2.2012 kl. 00:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.