28.1.2014 | 20:56
Allt fyrir tryggingarfélögin.
Enn og aftur hafa hagsmunahópar tryggingafélaga náð að þrýsta á illa upplýsta þingmenn um að leggja það til til með lögum, að rafhjól og vespur verði flokkuð sem létt bifhjól. Þvílíkt bull og eindæmi. Farartæki sem kemst ekki hraðar en 25km á klst. á svo að vera leyft að þvælast á götum þar sem hámarkshraði er 50km. Er ekki allt í lagi með þá sem leggja fram svona frumvarp..???? Hægt er að fá reiðhjól sem auðveldlega nær hátt í 70-80 km hraða og fara þau um hljóðlaus. Ein rökin fyrir þessari þvælu eru þau að ekkert heyrist í þessum rafknúnu tækjum og séu þau því hættuleg. Ég man ekki eftir að hafa neitt sérstaklega heyrt í reyðhjóli nema vikomandi hringi bjöllu áður en hann nálgast. Takið svo sérstaklega eftir því að þessi faratæki verða undanþeginn skoðunarskyldu.. Á maður að hlæja.!! Hversu lengi mun það endast..?? Eins og er í dag, bætir heimilstryggingin þessi faratæki og við það geta tryggingarfélögin ekki sætt sig við. Skammtíma gróðra sjónarmið ráða hér för. Verði af þessum ógjörning, sem mér finnst vera líklegt miðað við allt sem kemur frá þessu Alþingi okkar, er búið að eyðileggj þennan ódýrar valkost sem fólk gat notað til að koma sér á milli staða. Eftir stendur, hvað með rafskutlur og rafhjólastóla..??? Þeir hljóta að falla að þessari rugl-reglugerð, því þeir komast á sama hraða. Hugsið ykkur hvað tryggingarfélögin verða ánægð þegar götur fyllast af rafskutlum-vespum og reiðhjólum sem komast ekki hraðar en 25km og þvælast fyrir járnvögnum sem fara um á mun meiri hraða og mun þyngri. Allt mun þetta leiða til mjög svo alvarlegra slysa og fjölgunin verður slík að draga ætti alla þá fyrir dóm sem styðja svona vitleysu.
M.b.kv.
15 ára aldurstakmark á rafvespum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Kristján Hjaltested
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 673
- Frá upphafi: 52186
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 455
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.