Í hvaða flugvél var hann..???

Hefði hann getað tekið myndirnar án þess að vera í flugvél Flugfélags Ísland..???

Hvað kostar að fara í svona flug til að ná þessum myndum..???

Á ekki Flugféalg Íslands réttin á þeim myndum sem teknar eru út um

gluggana á þeirra flugvélum á þeirra flugleiðum..??

Er hann tilbúinn að borga Flugfélagi Íslands fyrir þann kostnað sem

hann ætlar að stefna þeim, fljúgandi í þeirra flugvélum og aldrei

átt möguleika að ná þesum myndum nema,  í þeirra flugi..??

Listamaðurinn Odee, hefur ekki vængi og heðfði aldrei getað tekið

þessar myndir, nema að nota flugvélar Flugfélags Íslands.

Er hann tilbúinn að borga fyrir það..???

Höfundaréttur er ekki sjálfgefin þegar kemur að svona málum.

Borgaði hann  Flugfélagi Íslands sérstaklega fyrir þessar

myndartökur..???

Ef ekki, þá liggur eignarréturrurinn hjá því félagi sem með hann flaug.

Svo einfallt er það.

M.b.kv


mbl.is Birtu myndir í óþökk Odee
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefðu þeir geta stolið myndunum mínum ef ég hefði ekki verið þarna á staðnum og tekið þær?

Þeir voru nú bara heppnir að ég skyldi hafa verið umborð og náð þessum myndum, sem þeir síðan birta með tilheyrandi heimsathygli.

Odee (IP-tala skráð) 22.9.2014 kl. 21:29

2 identicon

Samkvæmt þessum rökum eiga bílaleigur rétt á öllum ferðamyndum ferðamanna sem nota bílana þeirra, því það er þeim að þakka að ferðamennirnir komust á sinn stað.

Eða rútufyrirtæki sem keyra með fólk Gullhringinn, þeir mega bara taka allar myndir frá öllum farþegun, án leyfis og birta í auglýsingum.

Odee (IP-tala skráð) 22.9.2014 kl. 21:31

3 Smámynd: Jón Ragnarsson

Er ekki í lagi? Maðurinn borgaði fyrir þjónustuna, flug frá A til B. Það er nú orðið helvíti hart ef fólksflutningafyrirtæki ætla að fá höfundarrétt af myndum sem eru teknar út um gluggana hjá þeim.

Jón Ragnarsson, 22.9.2014 kl. 21:49

4 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Þetta er allt kolrangt hjá þér, og í raun stórfurðulegur málflutningur.

Í fyrsta lagi hefur hann væntanlega ferðast á greiddum farmiða, sem kemur myndatökunni raunar ekkert við. Hvaða leið flugstjórinn ákveður að fljúga frá degi til dags, og auka þannig ef til vill kostnað Flugfélagsins af fluginu, kemur verði farmiðans ekki heldur við, enda er farið greitt fyrirfram.

Í öðru lagi átt þú alltaf höfundarrétt á þeim verkum sem þú býrð til, sem og erfingjar til 70 ára, jafnvel þó annar aðili hafi fengið þig til verksins og greitt þér sérstaklega fyrir. Verkkaupi eignast t.d. ekki höfundarrétt af ljósmyndum sem hann lætur taka fyrir sig, slíkt er alltaf í höndum ljósmyndarans. En það á ekki við í þessu tilfelli hvort eð er, þar sem ekki var um fyrirfram samið verkefni að ræða.

Í þriðja lagi á Flugfélagið (eða Icelandair) engan rétt á að ráðstafa myndinni opinberlega að eigin geðþótta þó hún hafi verið tekin út um gluggann á vél þeirra, og þess síður að ákveða umbun vegna notkunar hennar að eigin geðþótta (25 þús vildarpunkta). Um þetta verða menn að semja og forsvarsmenn Flugfélagsins (eða Icelandair) vita þetta fullvel.

Erlingur Alfreð Jónsson, 22.9.2014 kl. 21:51

5 identicon

Þá býst ég við að MBL eigi höfundarrétt að öllu sem þú bloggar. Microsoft allt sem sett er í Word. Og Canon höfundarrétt að öllum ljósmyndum teknum á Canon vélar. Það er gott að svona einstakt gáfumenni skuli hafa komið þessu á hreint en kemur ekki á óvart.

Ufsi (IP-tala skráð) 22.9.2014 kl. 22:29

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það skiptir bara ekki nokkru einasta máli í hvaða flugvél hann var þegar myndirnar voru teknar.  Viðkomandi á allar myndir sem hann tekur.  Það væri með sömu rökum hægt að segja að ef Ómar Ragnarsson skutlaði þér yfir gosstöðvarnar í Holuhrauni, þá ætti hann ALLAR myndir sem þú tækir af gosinu og gæti gert það sem honum sýndist með þær.

Jóhann Elíasson, 23.9.2014 kl. 07:03

7 identicon

Að sjálfsögðu á hann höfundaréttin. Mislas fréttina all svakaleg og tók

því sem að þetta hefði verið birt með hans samþykki og eftirá farið

fram á höfundarrétt.

En takk fyrir innlitið allir.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 23.9.2014 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Kristján Hjaltested

Höfundur

Sigurður Kristján Hjaltested
Sigurður Kristján Hjaltested

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 674
  • Frá upphafi: 52187

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 456
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband