Þess vegna flýg ég með Icelandair.

Ef Icelandair, ætla að taka upp töskugjöld, þá eru þeir búnir

að henda frá sér sinni sérstöðu með það að fólk þurfi ekki að hafa

áhyggjur af því, hvort það sem með tösku eða ekki.

Ástæðan fyrir því að ég vel Icelandair fram yfir önnur

félög í mínum ferðalögum, er einmitt þessi partur af

þjónustu sem þeir bjóða uppá.

Góðar vélar, frábært starfsfólk, frábært afþreyingar kerfi

til að stytta tímmann meðan á flugi stendur og síðast en ekki

síst, þú gengur af því vísu að þegar þú borgar fyrir þitt

flug, þá er ekki eitthvað "auka" sem þú þarft að borga vegna

þess að öll þjónustan er innifalin í því verði sem gefið er upp.

Ef hinsvegar, Icelandair ætlar að taka upp "töskugjöld" líkt og

önnur lággjalda flugfélög gera , verða þeir að skilgreina sig

sem slíka og i framhaldi missa sína sérstöðu sem flugfélag

með betri kosti en aðrir. Komnir bara í sama pakkan.

Vona svo innilega að  svo verði ekki, því þá get ég allt

eins flogið með öðrum.

 


mbl.is Icelandair skoðar töskugjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Töskugjöld eru ekki eitthvað "auka". Icelandair lætur þig einfaldlega borga flugferð töskunnar með öðrum gjöldum hvort sem þú ert með tösku eða ekki. Eins er með aðra þjónustu, þú borgar hvort sem þú notar eða ekki.

Lággjalda flugfélög ná mörgum viðskiptavinum og græða á því að selja þér bara það sem þú villt kaupa. Þannig geta þau boðið lægra verð. Hin ná gróða á því að selja þér fullan pakka sem fæstir nota allan, og þeir sem sjálfir borga sinn miða vilja fæstir ef hitt er í boði. Mjög fáir vilja borga fyrir þjónustu sem þeir ekki nýta og flestir vilja hafa val um hvaða þjónustu þeir kaupa.

Þeir tímar eru liðnir að þú fáir búðarkonuna til að tína saman vörurnar fyrir þig og maður komi hlaupandi til að dæla bensíni á bílinn. Þjónusta kostar og flestir kjósa að vera án hennar og borga þá lægra verð fyrir vöruna.

Ufsi (IP-tala skráð) 24.4.2015 kl. 03:17

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Sigurður

Til að byrja með þá þykir mér fremur ógreinilegt að lesa hvítan texta á dökkum bakgrunni, en hvað lofræðuna um Icelandair varðar, þá erum við algjörlega ósammála.

Að mínu mati er Icelandair aðeins lággjalda flugfélag og ekkert annað, nema hvað verðlagið varðar.

Jónatan Karlsson, 25.4.2015 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Kristján Hjaltested

Höfundur

Sigurður Kristján Hjaltested
Sigurður Kristján Hjaltested

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 66
  • Sl. sólarhring: 67
  • Sl. viku: 738
  • Frá upphafi: 52251

Annað

  • Innlit í dag: 56
  • Innlit sl. viku: 510
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 52

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband