14.3.2017 | 16:22
Píratahækjan
Það er alltaf að koma betur í ljós hversu lítið er markt takandi á Pírötum.
Tala nú ekki um þessa svokallaða rest af samfylkingu.
Ef Píratar væru ekki búnir að hækjast undir þessu handónýta
borgarstjórnarrusli, væri kannski staðan önnur í dag.
Allar íbúðirnar sem Dagur lofaði fyrir kosningar seinast, bara til að
komast að, allt svikið. Bara það hefði átt að vera nóg fyrir Pírata til að hætta
stuðning og láta meirihlutann falla. Ég er nokkuð viss um það að Píratar
hefðu náð eftir það ágætis kosningu í borginni.
Nú halda þeir virkilega að einhver fari að taka þá alvarlega, með því að
hrópa úlfur, úlfur og allt stjórnvöldum að kenna. Þetta er hægt að
skrifa al farið á þann borgarstjórnar meirihluta sem nú situr við stjórn
og þeir eiga sæti í. Píratar féllu á prófinu.
Þessi meirihluti leikur sér með almannafé í allskonar gæluverkefnum.
Trúir því að reiðhjól séu framtíðar farartæki og bílar til óþurftar.
Flugvélar eru bara til að fljúga á milli landa.
Sjúkraflug getur bara átt sig. Flugvöllurinn fyrir öllum.
70.000 undirskriftir eru bara klósettpapír.
Halda að 101 sé höfuðborg Íslands.
Ef eitthvað bjátar á, þá er það öllum öðrum að kenna.
Er nema von að allt sé í klessu með svona fólk við völd.
Þessi fundur, er bara enn eitt lýðskrumið sem þessir flokkar eru virkilega
góðir í að búa til.
Við segjum nei | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Kristján Hjaltested
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 6
- Sl. sólarhring: 102
- Sl. viku: 538
- Frá upphafi: 52287
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 375
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.