23.4.2017 | 19:15
Túrista okrið.
Jú jú, krónan hefur styrkst en á sama tíma hefur
okrið á veitinga og túristastöðum margfaldast.
Var með Hollendinga hér í heimsókn í síðustu viku
og þeim og mér blöskraði verðlagið í sjoppum á ferðalagi
um landið. Sem dæmi, þá var í einni sjoppunni eggjabakki
til sölu fyrir 20 evrur. Það eru 2.500 krónur. Þegar
ég benti á þetta geðveika verð og að hægt væri að fá
4 eggjabakka í Bónus fyrir sama verð, þá var svarið,
þeir kaupa þetta samt.
Mínir gestir sendu á vini og kunningja sína
í Hollandi upplýsingar um þetta okur og vöruðu
við því verðlagi sem hér viðgengst í skjóli græðgi og ósvífni.
Þetta vandamál hefur sem allra minnst með styrkingu krónunnar að gera,
heldur einfaldlega ógeðslega græðgi og skammtímahugsun, sem á
endanum leiðir til þess sem nú er að gerast, samdráttu, og hann
á eftir að verða meiri ef þessi okur ósvífni verður ekki stöðvuð.
Ferðamenn stytta dvölina á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Kristján Hjaltested
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 18
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 690
- Frá upphafi: 52203
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 471
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.