15.12.2022 | 20:19
Einu sinn var..
Hér á árum áður, fyrir tíð þessa vonlausa meirihluta sem ræður,
var mjög algengt og sjálfsagt að sjá sprautibíla smúla
götur borgarinnar reglulega. Það var gert einmitt til
að koma í veg fyrir svona mengun og er gert ennþá víða
í stórborgum erlendis. Þetta gekk mjög vel og var til fyrirmyndar.
En Dagur og Co. mega ekki hugsa til
þess að gera það. Það gæti spillt fyrir þeira draumum um
að gera Reykjavík að reiðhjólaborg, vitandi samt af því að
við búum á norðurhjara veraldar þar sem einkabíllinn er nauðsyn
vegna veðurfars og reiðhjól eiga ekki við.
Betra að kenna einkabílum um ástandið heldur en þeirra framtaksleysi.
Þrengjum götur, lækkum hraða þangað til enginn kemst sinna
erinda nema á reiðhjóli eða gangandi. Draumasýn meirihlutans enda
flestir ef ekki allir í borgarstjórn á svæði 101.
Borg þeirra en ekki annara.
Kannski er komin tími á að skipta um höfuðborg..?
Svifryk vel yfir heilsuverndunarmörkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Kristján Hjaltested
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 674
- Frá upphafi: 52187
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 456
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Sigurður,
Er svo sammála þér .. Þessir hreinsunar bílar eru álíka sjaldséðir og hvítir hrafnar í Rvk og svo er svifmengun sett á forsíður fjölmiðla og birtar sem fyrsta fréttin í sjónvarpi. Það er nú ekki nema von að ég yfirgaf höfuðborgina fyrir löngu.
Þröstur R., 21.12.2022 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.