7.1.2023 | 13:06
Mengun í boði borgarstjórnar.
Fyrir mörgum árum var varað við þessar ógæfustefnu sem
þessi borgarstjórn hefur kosið að fara og að sjálfsögðu ekkert
hlustað eins og venjan er með þennan meirihluta.
Þrengin gatna og hæging á umferð er ávísun á þessa mengun og
nú á þessu ári á að bjóða uppá meiri mengun með ennþá meiri
hægingu á umferð. Það þarf ekkert mikið séni til að sjá sjá
hversu galið þetta er, en þau eru bara ekki til hjá þessari stjórn.
Nú vill Pawel taka bílana af þeim sem búa miðsvæðis og skerða
enn á þeim sem vilja og þurfa virkilega á bíl að halda.
Minnir ónotalega á sovétríkin sálugu þegar bara heittrúaðir
flokksgæðingar fengu að eiga eitt og annað en Jón og Gunna ekki neitt.
Borgarstjóri Reykjavíkur hefur í tvígang tapað kosningum en nær
að sitja áfram með því að rotta saman meirihluta með þessum smáflokkum
sem eru á góðri leið að rústa Reykjavík. Ef þetta hefðu verið
hægri flokkar, þá hefði allt verið logandi í mótmælum og RUV ásamt
fjölmiðlum búið að hakka niður þá sem hefðu verið í forsvari.
Aldrei hefur skuldasöfnun Reykjavíkur verið meiri og sóun á
almannafé í hin og þessi gæluverkefni sem engvu hafa skilað takmarkalaus
og án ábyrgðar.
Óráðsían er algjör og sér ekki fyrir endan á því.
Vanhæft fólk í hverju sæti og nú heyrist ekkert.
Það er greinilega ekki sama hverjir fá að stunda hryðjuverk í henni Reykjavík.
Borgarbúar samnýti bílana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Kristján Hjaltested
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 677
- Frá upphafi: 52185
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 458
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.