Þvílikt bull..

Búin að vera hér í Hollandi og matvaran kostar næstum því

helmingi minna en á Íslandi. Sem dæmi færðu hér alvöru skinku

á 300 krónur en á Íslandi 80% vatnsfyllt í Bónus 500 kr.

Avacadó, n.b. í heildsölu á Íslandi 460 kr. stykkið, hér í Hollandi innan

við 140 krónur stykkið. Svona er endalaust hægt að telja upp.

Fréttamennskan á Íslandi gengur út á það að leyfa mönnum að komast

upp með það að svara spurningum. Hann er spurður og spyr til baka og

kemur bara með froðu og þvætting.

Fruss á þetta lið. 


mbl.is Matvara ódýrari hér en í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Tek undir með þér Sigurður

Var á Spáni snemma á árinu og þvældist inn á Markaði þar sem matvaran var á boðstólum í stórum stíl,

svona með Íslensku tilfinninguna fyrir vöruverði

þá klóraði maður sér í kollinum hvort það gæti borgað sig yfir höfuð að framleiða matvörur

á þeim verðum sem þar voru sett upp, manni fannst þetta allt vera á gjafprís.

kv. hrossabrestur

Hrossabrestur, 6.9.2023 kl. 08:18

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það sem sérstaklega vakti athygli mína, var það að í þessari frétt var ENGINN rökstuðningur fyrir þessu kjaftæði.  Hvert er eiginlega hlutverk fjölmiðla??????

Jóhann Elíasson, 6.9.2023 kl. 09:28

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

 Er ekki Hagar eitt stærsta fyrirtækið á matvörumarkaðnum? Maðurinn er bullandi hlutdrægur og á hagsmuni að gæta. Þetta er bara tilraun til að fela samráð á matvörumarkaði einsog Samherji fékk á baukinn fyrir. 

Nei, almenningur hlýtur að hafa sinn rétt. Nú er bara svo komið að þessir tímar okkar núna með verðbólgu og hækkunum að utan er farinn að minna á kreppuna 2008. Ný búsáhaldabylting gæti verið í vændum.

Takk fyrir prýðilegan, réttan og þarfan pistil, Sigurður Kristján Hjaltested.

Ingólfur Sigurðsson, 6.9.2023 kl. 16:28

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þarna er talað um að hlutafall matvöru sé lægra á Íslandi, -13% af útgjöldum heimilanna.

Það má alveg eins rökstyðja að skuldsetninga og hæðstu húsnæðisvextir í heimi sé hagur heimildanna, því þau myndu annars þurfa að nota stærra hlutfall tekna til matvörukaupa.

Annaðhvort viðmælandinn eða fréttamaðurinn hlýtur að vera örviti, nema hvoru tveggja sé.

Magnús Sigurðsson, 6.9.2023 kl. 19:28

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef trú á því Magnús, að báðir séu vanvitar og að viðmælandinn sé í ofanálag ósannindamaður og siðblindingi....... 

Jóhann Elíasson, 6.9.2023 kl. 20:49

6 Smámynd: Jón Magnússon

Með ólíkindum, að manninum skuli detta í hug að koma fram með svona endemis rugl. Staðreyndin er sú, að matarkarfan hér er dýrari en í öllum öðrum löndum nema stundum Sviss og Noregur sem skáka okkur. Ekki veit ég hvað manninum gengur til, en e.t.v. er hann að reyna að afsaka ótrúlegar verðhækkanir á ýmsum erlendum pakkavörum, sem hafa hækkað gríðarlega þrátt fyrir að gengi krónunnar hafi hækkað. Þar verður innlendum framleiðendum ekki kennt um og verslunin hefur ekki gefið neinar skýringar. 

Jón Magnússon, 6.9.2023 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Kristján Hjaltested

Höfundur

Sigurður Kristján Hjaltested
Sigurður Kristján Hjaltested

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 673
  • Frá upphafi: 52186

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 455
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband