10.7.2024 | 09:52
Okrið að skila sér.
Þetta var fyrir löngvu vitað að svona færi og margbúið að benda á þetta
sl. 2-3 ár. En var hlustað.?
Okrið á vörum og þjónustu er slíkt að talað er um það
erlendis og því engin furða að það dragist saman.
Sem dæmi um að það skuli kosta fjögurra manna fjöldskyldu tæpar 60.000 krónur
að heimsækja Blá lónið en aðeins ódýrara ef þú mætir eldsnemma á morgnanna eða seint
á kvöldin er bara fáránlegt. Svo ekki sé minnst á leigubílaruglið sem allt er í boði
innviðarráðherra. Það er ef nógu af taka en sagt er að græðgin verði
mönnum að falli. Það er einmitt komið að því.
![]() |
Covid-tilboð á hótelum um allt land |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Kristján Hjaltested
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 97
- Sl. sólarhring: 128
- Sl. viku: 838
- Frá upphafi: 58298
Annað
- Innlit í dag: 85
- Innlit sl. viku: 629
- Gestir í dag: 85
- IP-tölur í dag: 84
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er alveg rétt hjá þér,Sigurður. Okrið og græðgin er að skila sér!!! Svo þegar þetta fer allt á hausinn, þa er ætlast til þess að ríkið og skattgreiðendur borgi brusann. Hvernig var það ekki í covid. Eigendur Bláa lónsins drógu sér milljarða í arð og fékk svo styrk frá ríkinu til að bjarga pollinum þegar allt var lokað í covid. Er það ekki ríkið sem er að borga fyrir varnargarðana fyrir pollinn? Nei, ferðaþjónustan og aðrir þjónustuaðilar þurfa að gera sér grein fyrir því að peningar vaxa ekki á trjánum,því flest af okkur þurfum að vinna hörðum höndum fyrir peningunum, nema ef þú ert svo heppinn að komast inn á Alþingi eða vera flóttamaður!!!
Haraldur G Borgfjörð, 10.7.2024 kl. 15:13
Ekki hægt annað en að taka undir allt sem þú segir Haraldur.
Svo má ekki gleyma ókeypis varnargörðunum sem Katrín Jakops gaf þeim vegna
eldgosa. Gerði það án þess svo mikiði að spyrja hvort þeir væru tilbúnir að leggja
í púkkið eftir að haf greitt sér milljarða í hagnað.
Sigurður Kristján Hjaltested, 10.7.2024 kl. 16:02
Allt er dýrt hér jafnvel án okurs. Skattar sjá til þess.
Ásgrímur Hartmannsson, 10.7.2024 kl. 17:03
Og ekki má gleyma VAXTAOKRINU, sem er allt að drepa og er að öllum líkindum að valda hér öðru HRUNI.....
Jóhann Elíasson, 11.7.2024 kl. 07:55
Guð blessi Ísland. Ekki veitir af!
Sigurður I B Guðmundsson, 11.7.2024 kl. 10:38
Ásgrímur, satt segirðu.
Jóhann, mikið rétt og haldið við af seðlabanka undrinu.
Nafni, ekki veitir af á þessum síðustu og verstu.
Sigurður Kristján Hjaltested, 11.7.2024 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.