Inngilding..??

Öllu skal fórnað sem Íslenkst er á stalli umbyrðarlyndis,

sem er í raun og veru að eyðileggja Íslenskt samfélag.

Fallegt orð, "INNGILDING" en því sem fylgir eru

í raun endalok allrar islenskrar menningu og hefða.

Fyrir þessum ráðherra er bara þingmannaeiðurinn eitthvað

sem þarf að segja í upphafi þings áður en hann gengur 

i þingsal og svíkur hann. Maður sem aldrei var kosinn.

Hér er smá útskýring hvernig orðið "INNGILDING" varð til,

en ég tek mér bessaleyfi að birta færslu frá Jóni Magnússyni.

 

Inngilding fáránleikans

Áróðursvél ættjarðarlausu hugmyndafræði "fjölmenningarinnar", sem æðsta markmið samfélagsins, hamast stöðugt við að finna ný orð og hugtök til að fólki hugnist betur áformin um að skipta um þjóð í landinu. Sú læpuskaps ódyggð sem þar er ferð er í nafni mannréttinda allra annarra en íslenskra ríkisborgara. 

Fyrst var talað um ólöglega innflytjendur, síðan breyttist það í hælisleitendur og þá í umsækjendur um alþjóðlega vernd sem að verulegu leiti þýðir opin landamæri eins og mál glæpamannsins Múhammeðs Kúranis Th. Jóhannessonar sýnir vel.

Talað var um að innflytjendur þyrftu að aðlagast íslenskri menningu, tungu og þjóð, án þess væri hætta á ferðum. Nú hefur verið horfið frá því og orðið aðlögun heyrist ekki lengur. 

Nýjasta áróðursorð ættjarðarlausra embættis- og stjórnmálamanna er "inngilding"  Nú á að inngilda fólk en ekki aðlaga það. 

Inngilding er skv.skýringu: "Að virða og viðurkenna fjölbreytileikann og gera alltaf ráð fyrir honum." 

Í raun þýðir þetta að útlendingar sem koma til langtímadvalar eigi að halda sínum siðum, menningu, tungu og venjum án þess að reynt sé að aðlaga þá að íslensku samfélagi. 

Inngildingin skv. túlkun þýðir að fallið er frá því að gera kröfu til að útlendingar sem sækja um langtímadvöl og ríkisfang læri og tali íslensku. Yfirhöfuð þýðir inngilding ekkert annað en að útlendingar séu teknir inn í íslenskt samfélag á þeirra eigin forsendum.

Þá er eðlilegt á grundvelli inngildingar að þeir sem eru vanir að lúta Sharía lögum geri það áfram. Við erum alla vega komin með skólakerfi þar sem taka á tillit til allra tungumála allra sem hingað koma og tæpur fjórðungur nemenda í Reykjavík talar annað tungumál en íslensku. 

Á sínum tíma börðust sjálfstæðishetjurnar góðu fyrir sjálfstæði íslensku þjóðarinnar og byggðu þá kröfu á forsendum þess að við værum sérstök þjóð með sérstaka tungu og menningu.

Með sömu læpuskaps ódyggðinni sem herjar á íslenska stjórnmála- og embættisstétt verður þess ekki langt að bíða að við höfum ekki lengur neina þjóðernislega sérstöðu.

Formlegt fullveldi þjóðarinnar eignarráð yfir fallvötnum og fiskimiðum er mikilvægt en ekki það mikilvægasta. Varðveisla grunngilda íslenskrar menningar, siða og tungu er það sem skiptir máli umfram allt annað. 

Sjálfstæð íslensk þjóð með eigin land menningu og siði er sú auðlind það fjöregg sem við verðum að gæta og okkur hefur verið falið að varðveita fyrir komandi kynslóðir Íslendinga. Við skulum ekki láta ættjarðarlausu bjánana boðbera fjölmenningarinnar eyðileggja allt það sem íslenskt er í skammsýni sinni og þjónkun við ES og aðrar alþjóðastofnanir. 

 


mbl.is „Ekki forgangsmál“ að breyta útlendingalögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Kristján Hjaltested

Höfundur

Sigurður Kristján Hjaltested
Sigurður Kristján Hjaltested

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 676
  • Frá upphafi: 52184

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 457
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband