17.11.2024 | 16:32
Hver mun nota borgarlínuna.??
Þegar fólk vill ekki nota strætó og það fyrirtæki er
ár eftir ár rekið með tapi, hvernig er þá hægt að réttlæta þessa
borgarlínu geðveiki vitandi að hún mun ALDREI borga sig.
Fólk vill nota bíla og því verður ekki breytt. Margir búnir
að gefast upp á bíllausum lífstíl því það gengur einfaldlega ekki upp.
En það er eins og það skipti ekki máli og þessu skal troðið á
fólk hvort sem það líkar betur eða ver.
Það er nefnilega þannig að feitir skítugir puttar vilja fá sitt
og almenningur má blæða.
![]() |
Fyrstu lotu borgarlínu á að ljúka 2031 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Kristján Hjaltested
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 0
- Sl. sólarhring: 149
- Sl. viku: 315
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 246
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fólk mun skoða þetta og prófa til að byrja með til þess að athuga, hvort þetta sé nokkuð fyrir það eða þetta sé nothæfur samgöngumáti, en svo ekki söguna meira, því að það mun komast að því, að þetta er tómt rugl og tímasóun, og þar með heldur það áfram að fara milli staða í sínum bílum, eins og það er vant að gera. Ég las einhvern tíma í fyrra eða hitteðfyrra viðtal við borgarstjóra í Árósum, þegar komin var upp einhvers konar borgarlína þar, og hann sagðist sjá eftir því að hafa leyft þetta, því að þetta væri tóm peningaeyðsla og vitleysa, sem hefði ekki borgað sig að fara í, enda var líka talað um hinn mikla taprekstur, sem væri á þeirri línu. Þegar þetta borgar sig ekki í milljónaborg eins og Árósum, þá segir það sig sjálft, hvort við höfum nokkuð við þetta að gera í fámenninu hérna heima. Þetta er bara enn eitt bullið og vitleysan og draumórarnir, sem hrærist í hausnum á Degi og kó. Honum finnst greinilega ekki nóg að setja borgina á hausinn fjárhagslega. Nú vill hann að Ísland fari allt á hausinn líka fjárhagslega. Ég skil bara ekkert í því, að á sama tíma og fólk hér í borginni hefur eilíflega verið að reyna að losna við þennan dagdraumamann, þá vill fólk sjá þann sama mann fara illa með landið og þjóðina og kolsigla þjoðarskútunni í þrot, því að það mun hann gera, ef hann mögulega getur. Það er víst áreiðanlegt.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2024 kl. 18:24
Þú talar út frá viðhorfi eldra fólks, föstu í vana. Sem verður flest dautt þegar borgarlínan kemst í gagnið eða ekki lengur heimilt að aka bílum. Stöðugt stærra hlutfall unga fólksins tekur ekki einu sinni bílpróf og kýs aðra ferðamáta. Og við margar nýbyggingar eru ekki bílastæði. Bíllaus lífstíll styrkist með hverju árinu, ekki síst með mikilli fjölgun aldraðra sem ekki fá endurnýjuð bílprófin. Enda nokkuð ljóst að fyrirsjáanleg fjölgun fólks næstu árin kallar á aðra nálgun en þá sóun á plássi og fjármunum sem einkabíllinn heimtar. Það mætti jafnvel halda því fram að aðför að borgarlínunni væri aðför að ferðafrelsi aldraðra. Og að aldraðir hafi greitt skatta lengur en unga fólkið og ætti því frekar rétt á því að fá taprekna borgarlínu en unga fólkið taprekna dagvistun barna eða taprekið skólakerfi.
Glúmm (IP-tala skráð) 17.11.2024 kl. 18:44
Fasteignasali með áratuga reynslu af sölu fasteigna í Reykjavík segir skort á bílastæðum á þéttingarreitum í borginni fæla frá hugsanlega kaupendur. Meirihluti borgarbúa sé ekki tilbúinn að taka upp bíllausan lífsstíl. MBL 19.nóv.
Samkvæmt Glúmm hljóta þetta að vera eldri borgarar með viðhorf föstu í vana ekki satt.?
Sigurður Kristján Hjaltested, 19.11.2024 kl. 12:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.