Hefur gengið vel í borginni segir Dagur.

Er það að ganga vel að skilja eftir sig höfuðborgina svo gott

sem gjaldþrota, eyðileggja samgöngur með fáránlegum þrengingum,

rusla og sjómokstur í klessu og þetta er bara smá brot af óreiðunni.

Kann hann annan betri.?


mbl.is „Margra milljóna óhróðursherferð gegn mér“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Ég segi það sama. Bara, að Ísland fari nú ekki sömu leiðina hjá skattadrottningunni og honum. Þá færi í verra og gott betur en það. Ég veit eiginlega ekki, hvað þetta fólk er að hugsa, ef það hugsar þá nokkuð yfirleitt, - og lítið af viti, hefur mér alltaf fundist. Mér hrýs hugur við að fá þetta lið í ríkisstjórn. Það segi ég satt.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2024 kl. 14:46

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Algjörlega sammála þér Guðbjörg.

Stundum eru það ekki bara pólitíkusar sem hugsa ekki neitt

heldur virðist það vera hálf þjóðin.

Nema í þetta skiptið tókst að losan við pírata sem enginn veit hvað hefur

staðið fyir og þurka út skemmdarverka flokkinn vinstri græna sem er það

besta sem hefur skeð í mörg ár.

Sigurður Kristján Hjaltested, 3.12.2024 kl. 19:35

3 identicon

Satt segirðu. Það verður þá kannske eitthvað meiri vinnufriður á Alþingi, þegar þeir eru farnir, eins og þeir höfuðu sér. Vinstri-grænir eru eiginlega að mínu viti hálfgerð tímaskekkja, og sósíalistaflokkurinn líka. VG varð til við klofningu Alþýðubandalagsins á sinni tíð í kjölfar stofnunar Samfylkingarinnar. Hörðustu sósíalistarnir gátu ekki hugsað sér að fara í bandalag með Alþýðuflokknum og stofnuðu því VG heldur en ekki. En eins og sagt var í samnefndu leikriti eftir Véstein Lúðvíksson: Stalín er ekki hér. Þetta er fólk, sem vantar rætur, þegar Sovétríkin féllu og urðu að engu. Bæði Steingrímur og Katrín gátu stjórnað þessum flokki, en Svandís finnst mér algerlega vanhæf til þess. Hún hefur ekki útgeislun Katrínar Jak. né þá persónutöfra, sem getur dregið fólk að flokknum og dugar í kosningum, og eigilega veit ég ekkert, hvert hún stefnir að neinu leyti, auk þess sem mér finnst þessi veikindi hennar hafa haft þannig áhrif á hana, að mér finnst hún ekki ráða við þetta almennilega, og ætti að taka sér frí frá stjórnmálum. Hún er heldur ekkert lík föður sínum, enda skilnaðarbarn og misst þar með að verða fyrir áhrifum af honum eða lært það af honum, sem hann hefði getað kennt henni í stjórnmálum. Þessi varaformaður er skrýtinn fugl, finnst mér, sem ég veit varla fyrir hvað stendur, og ég botna heldur ekkert í Björk.Svo að ég held, að fólk kaupi ekki þessa stefnu þeirra lengur. Mér finnst þau hálf stefnulaus þess vegna. Svo að þau hafa gott af því að fara í nafnlaskoðun, áður en þau halda áfram á þessu sviði. Þannig er nú það. Dagur finnst mér haga sér eins og krakki, og lítið erindi eiga inn á þing, hvað þá ráðherrastól, eins og hann hefur komið okkur Reykvíkingum fyrir sjónir, meðan hann var á því sviðinu. Hann á ekkert erindi í landsmálapólitíkina finnst mér, eins og sumir fleiri,sem buðu sig fram núna. Ég á nú ekki von á því, að þessi sælan haldist lengi hjá þessu þríeyki, sem er að reyna að koma saman ríkisstjórn núna. Besta væri, eins og ég sagði, að hægt væri að koma saman borgaralegri stjórn, en Samfó býður varla upp á það, eins og Björn Bjarnason sagði í bloggi sínu. Þetta lítur því mjög illa út fyrir okkur, verð ég að segja, eins og staðan er í dag. Ég get ekki sagt annað.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2024 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og sex?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Sigurður Kristján Hjaltested

Höfundur

Sigurður Kristján Hjaltested
Sigurður Kristján Hjaltested

Færsluflokkar

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 17
  • Sl. sólarhring: 184
  • Sl. viku: 577
  • Frá upphafi: 53012

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 474
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband