1.3.2025 | 15:45
Jafningja.
Þessi maður er búin að koma í veg fyrir kosningar,
banna alla fjölmiðla sem eru honum ekki sammála, handtaka
fjölda manns sem hann telur ógn af og svo telur
Silja Bára að Trump eigi að tala við hann eins og jafningja.
Maður sem pikkar upp unglinga af götunni og setur í fremstu víglínu
vitandi að þeir koma aldrei til baka. Þúsundir karlmanna flýja
Úkraníu til að forðast það að verða skyldaðir í dauðalínuna.
Hvar í veröldinni lærði hún alþjóða stjórnmálafræði ef hún
sér ekki munin og er að bera blak af honum Selenskí.??????
Ef hún er svona góð í því sem hún þykist vera, þá ætti hún að vita
að grunnurinn af þessu stríði var lagður árið 2014 og ef
Evrópa hefði haft einhvern snefil af áhuga að koma í veg fyrir
það, þá var 8 árum sóað í ekki neitt.
Þetta er einræðisherra af verstu sort og á ekkert gott skilið.
![]() |
Ætluðu að láta Selenskí ganga á dyr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Kristján Hjaltested
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.3.): 194
- Sl. sólarhring: 195
- Sl. viku: 551
- Frá upphafi: 56329
Annað
- Innlit í dag: 144
- Innlit sl. viku: 379
- Gestir í dag: 136
- IP-tölur í dag: 133
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þing Úkraínu setti á herlög við innrás Rússa og samkvæmt þeim starfa þing og forseti áfram án kosninga. Í öllum ríkjum sem eiga í stríði eru fjölmiðlar, útsendarar og fylgjendur andstæðingsins bannaðir. Það að koma sér undan herskyldu er vel þekkt hjá öllum þjóðum sem hafa her. Þúsundir Bandaríkjamanna hafa flúið land þegar þeir hafa verið kallaðir til herþjónustu í stríðum Bandaríkjanna í rúma öld. Friður þar sem Putin fær hernumin svæði, Trump náttúruauðlindir og Úkraína ekkert nema enn eitt loforðið frá Putin eftir svik á öllum fyrri loforðum er ekki neitt sem þing Úkraínu hefði samþykkt.
Einræðisherrann Putin og skósveinn hans Trump fá ósk sína víst ekki uppfyllta. Trump kemur ekki á friði með því að kúga Úkraínu til undirgefni við Putin og kröfu um endurgreiðslu á veittri aðstoð og auðmjúkar þakkir á fimm mínútna fresti.
Glúmm (IP-tala skráð) 1.3.2025 kl. 16:59
Takk fyrir innlitið Glúmm.
Held samt að við þurfum að fá á hreint hvað raunverulega skeði árið 2014.
Sigurður Kristján Hjaltested, 1.3.2025 kl. 18:08
Og Silja Bára er auðvitað BESTA manneskjan til að "VITA" hvað TRUMP hafði í huga....

Jóhann Elíasson, 1.3.2025 kl. 18:17
Nákvæmlega Jóhann eða hitt þó heldur.
Sigurður Kristján Hjaltested, 1.3.2025 kl. 19:15
Sigurður, þú hefur hingað til ekki þurft að vita neitt til að hafa sterkar skoðanir. Og mjög litlar líkur eru á því að þú takir marktækar upplýsingar sem ekki passa við þær skoðanir. Mundu bara að 2014 skeði ekkert sem réttlætti landvinningaárás á fullvalda ríki. Eina vörn okkar fyrir yfirtöku er að ekkert réttlæti þannig hegðun ríkja og að önnur ríki séu tilbúin til að berjast gegn slíku. Fullveldi okkar er einskis virði og fer fyrir lítið séum við ekki tilbúin til að standa með öðrum fullvalda ríkjum.
Glúmm (IP-tala skráð) 1.3.2025 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning